Leita í fréttum mbl.is

Auðlindir landsins seldar úr landi.

Aumingjaskapur og aulaháttur  íslenskra stjórnvalda er uppmálað í þessu sorglega aðgæsluleysi um almannahagsmuni. 
 Sala Geysis Green á fimmtíu og tveggja prósenta hlut sínum í HS Orku til Magma Energy, eru sorgleg tíðindi. Auðlindir landsins eru að fara á alþjóðlegt markaðstorg og betra hefði verið að hér á landi væru lög sem vörnuðu því að auðlindir landsins kæmust í eigu erlendra fyrirtækja.

Samningaviðræður á milli Geysis Green Energy og Magma Energy um kaup Magma á  hlut Geysis Green í HS Orku, hafa staðið yfir um nokkurt skeið

Fátt getur komið í veg fyrir að kanadíska fyrirtækið Magma Energy eignist 98 prósenta hluti í HS orku. Þar með yrði þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins komið í eigu erlendra aðila. Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir þetta þýða að hagnaður af orkusölunni flytjist úr landi. Bæjarfélagið hafi með einkavæðingu á sínum tíma selt frá sér mjólkurkúna.

Geysir Green Energy er íslenskt orkufyrirtæki sem ætlaði sér stóra hluti í orkuútrásinni en á nú í vök að verjast. Það er nú í eigu Atorku, Íslandsbanka og fleiri. Geyris Green á 52 prósenta hlut í HS orku en reynir nú að hámarka eignir sína með sölu þeirra. Þar bíður við dyrnar kanadíska fyrirtækið Magma Energy, sem í gegnum dótturfélag í Svíþjóð, Magma Energy Sweden, á nú þegar 46 prósenta hlut í HS orku. Fyrirtæki Magma í Svíþjóð var stofnað vegna þess að orkufyrirtæki utan evrópska efnahagssvæðisins meiga ekki eiga í íslenskum orkufyrirtækjum. Magma hefur gert tilboð í hlut Geysis Green og ef þau kaup ganga eftir á Magma Energy 98 prósent í HS orku.

Ef samningarnir ganga eftir verður þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins komið í nær 100 prósent eigu erlendra aðila og yrði það í fyrsta skipti sem íslenskt orkufyrirtæki væri alfarið í erlendri eigu. En þar með eignaðist Magma virkjunina í Svartsengi sem og Reykjanesvirkjun og nýtingarrétt á allri orku sem kann að finnast á Reykjanesi næstu 45 árin að minnsta kosti. Hagnaðarvonin er mikil . Fyrir einkavæðingu var Hitaveita Suðurnesja í eigu sveitarfélaganna á svæðinu. c documents and settings notandi desktop myndir 2009 sad day


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hekla Sól Ásdóttir
Hekla Sól Ásdóttir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband