26.3.2009 | 20:12
Ríkisstjórnin greiðir skilanefnd ofurlaun.
Kostnaður við uppskipti bankanna nálgast nú milljarð. Þar af nema laun til skilanefndarmanna 240 milljónum króna en árslaun eins skilanefndarmanns myndu duga til að borga verkamanni laun í 14 og hálft ár.
Hámarkslaun á hvern nefndarmann 15 þúsund krónur á tímann. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG og formaður viðskiptanefndar, segir að hér sé um að ræða vinnu fyrir þá 15 einstaklinga. Hinsvegar megi gera ráð fyrir að hver nefndarmaður hafi fengið um 3 milljónir í mánaðarlán aðeins.
Sé hins vegar gengið út frá því vinnuframlagi sem verið hefur má gera ráð fyrir að launakostnaður vegna þeirra verði tæpar 825 milljónir fyrir árið 2009.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni myndu laun skilanefndamannanna duga til að borga tæplega 4000 verkamönnum laun í heilt ár. Þá tæki það einn verkamann 14 og hálft ár að vinna fyrir árslaunum eins skilanefndarmanns.
Viðskiptaráðherra, segir að launin séu vissulega há miðað við það sem almennt gerist.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.