20.8.2016 | 13:41
Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum.
Ég missti barnabarnið hana Karen Björgu fyrir þrem mánuðum og það er mikil sorg , nú hleypur sonur minn hann Andri Þór í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar fyrir Gleym-mér-ei félag andvanafæddar barna.
Þann 14. maí á þessu ári fæddist Karen Björg Andradóttir andvana eftir 40 vikna meðgöngu. Foreldrar Karenar, þau Andri Þór Sigurjónsson og eiginkona hans, Anna Helga Ragnarsdóttir, fengu þó að hafa Karen lengur hjá sér þökk sé kælivöggu sem styrktarfélagið Gleym-mér-ei gaf kvennadeild Landspítalans. Til að sýna fram á þakklæti ætlar Andri Þór að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir styrktarfélagið Gleym-mér-ei, félag sem oft vill gleymast.
Kæru vinir ég vill biðja ykkur styrkja son minn Andra "hlaupastyrkur" og lesa hugljúfu viðtöl sem hér eru og deila þessu fyrir mig á Facebook og biðja aðra um að gera að sama með því yrði ég ævinlega þakklátur, oft eru kvöldin þung hjá okkur þegar hugurinn fer á stjá. Kveðja Sigurjón Vigfússon
Og hér á bls 4.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2010 | 23:59
18 ára fékk 100% lán til að kaupa rándýran bíl
Á borði mínu er eitt hörmulegt mál af þessum toga af 18 ára pilti sem tók 100% lán hjá eignaleigufyrirtæki til að kaupa dýra BMW-bifreið. Drengurinn hafði aldrei tekjur til að standa undir afborgunum af láninu. Það má auðvitað spyrja sig hvað hann var að hugsa og það má gera ríkar kröfur til hans að hafa tekist á hendur slíkar óraunhæfar skuldbindingar. En það er fjarri mínum skilningi á réttlæti, að sá sem veitti lánið beri enga ábyrgð. Og það er ekki í samræmi við minn réttlætisskilning, að fyrirtæki sem tók þá ákvörðun að lána 18 ára unglingi fyrir rándýrri bifreið án þess að kanna hvort hann hefði einu sinni vinnu, geti átt siðferðilega eða lagalega kröfu á aflahæfi hins unga manns án nokkurra takmarkana," sagði Árni Páll.
Hann sagði að markmið frumvarpsins væri ekki að létta ábyrgð af þeim sem tóku lánin; þeir yrðu aldrei betur settir en ef þeir hefðu tekið verðtryggt lán í upphafi í stað gengistryggrða lána og það vitum við að eru engin kostakjör," sagði Árni Páll.
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpi um skilmálabreytingar gengistryggðra bílalána, að fyrir hrun hefðu samningar við einstaklinga um lán eða kaupleigu hefðu oft verið gerðir án þess að eignaleigufyrirtækin könnuðu gjaldfærni þeirra sem lánin tóku.
Á borði mínu er eitt hörmulegt mál af þessum toga af 18 ára pilti sem tók 100% lán hjá eignaleigufyrirtæki til að kaupa dýra BMW-bifreið. Drengurinn hafði aldrei tekjur til að standa undir afborgunum af láninu. Það má auðvitað spyrja sig hvað hann var að hugsa og það má gera ríkar kröfur til hans að hafa tekist á hendur slíkar óraunhæfar skuldbindingar. En það er fjarri mínum skilningi á réttlæti, að sá sem veitti lánið beri enga ábyrgð. Og það er ekki í samræmi við minn réttlætisskilning, að fyrirtæki sem tók þá ákvörðun að lána 18 ára unglingi fyrir rándýrri bifreið án þess að kanna hvort hann hefði einu sinni vinnu, geti átt siðferðilega eða lagalega kröfu á aflahæfi hins unga manns án nokkurra takmarkana," sagði Árni Páll.
Hann sagði að markmið frumvarpsins væri ekki að létta ábyrgð af þeim sem tóku lánin; þeir yrðu aldrei betur settir en ef þeir hefðu tekið verðtryggt lán í upphafi í stað gengistryggrða lána og það vitum við að eru engin kostakjör," sagði Árni Páll.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.6.2010 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tíu mánuðir eru síðan þingflokkur vinstri grænna fól Steingrímur J. Sigfússon, að tryggja innlend yfirráð yfir HS orku. Því hafi komið á óvart að orkufyrirtækið sé nú í höndum kanadísks fyrirtækis en ekki lífeyrissjóða eða hins opinbera.
Kanadíska fyrirtækið Magma Energy keypti á dögunum rúmlega helmingshlut í HS orku í gegnum sænskt dótturfyrirtæki með vilja Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, á þar með nærri hvert einasta hlutabréf í framleiðsluhluta hitaveitu Suðurnesja sem hét. Seljandinn var Geysir Green Energy. Viðskiptin hafa vakið hörð viðbrögð, og verið gagnrýnd harkalega . Viðskiptin hafa vakið hörð viðbrögð, og verið gagnrýnd harkalega vegna sölu Vinstri grænna og Samfylkingarinnar á Hitaveitu Suðurnesja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2010 | 22:26
Stofna reikning till styrktar fjölskyldu Ásu.
Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur í Sparisjóði Keflavíkur í Garði til styrktar fjölskyldu Ásu Þorsteinsdóttur sem lenti í hörmulegu bílslysi þann 24. apríl síðastliðinn. Hún liggur mikið slösuð á spítala en er á batavegi.
Tvær vinkonur Ásu létust í slysinu.
Markmið söfnunarinnar er að styrkja fjölskylduna vegna tekjutaps sem þau hafa og munu verða fyrir. Má búast við erfiðum tímum á næstunni hjá sex manna fjölskyldunni og ferðirnar margar á milli Garðs og Reykjavíkur. Í frétt á vef sveitarfélagsins Garðs eru allir hvattir til þess að leggja sitt af mörkum til að auðvelda fjölskyldunni lífið. Númer reikningsins er: 1192-05-410100 kt. 130264-2989.
16.5.2010 | 21:10
Auðlindir landsins seldar úr landi.
Aumingjaskapur og aulaháttur íslenskra stjórnvalda er uppmálað í þessu sorglega aðgæsluleysi um almannahagsmuni.
Sala Geysis Green á fimmtíu og tveggja prósenta hlut sínum í HS Orku til Magma Energy, eru sorgleg tíðindi. Auðlindir landsins eru að fara á alþjóðlegt markaðstorg og betra hefði verið að hér á landi væru lög sem vörnuðu því að auðlindir landsins kæmust í eigu erlendra fyrirtækja.
Samningaviðræður á milli Geysis Green Energy og Magma Energy um kaup Magma á hlut Geysis Green í HS Orku, hafa staðið yfir um nokkurt skeið
Fátt getur komið í veg fyrir að kanadíska fyrirtækið Magma Energy eignist 98 prósenta hluti í HS orku. Þar með yrði þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins komið í eigu erlendra aðila. Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir þetta þýða að hagnaður af orkusölunni flytjist úr landi. Bæjarfélagið hafi með einkavæðingu á sínum tíma selt frá sér mjólkurkúna.
Geysir Green Energy er íslenskt orkufyrirtæki sem ætlaði sér stóra hluti í orkuútrásinni en á nú í vök að verjast. Það er nú í eigu Atorku, Íslandsbanka og fleiri. Geyris Green á 52 prósenta hlut í HS orku en reynir nú að hámarka eignir sína með sölu þeirra. Þar bíður við dyrnar kanadíska fyrirtækið Magma Energy, sem í gegnum dótturfélag í Svíþjóð, Magma Energy Sweden, á nú þegar 46 prósenta hlut í HS orku. Fyrirtæki Magma í Svíþjóð var stofnað vegna þess að orkufyrirtæki utan evrópska efnahagssvæðisins meiga ekki eiga í íslenskum orkufyrirtækjum. Magma hefur gert tilboð í hlut Geysis Green og ef þau kaup ganga eftir á Magma Energy 98 prósent í HS orku.
Ef samningarnir ganga eftir verður þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins komið í nær 100 prósent eigu erlendra aðila og yrði það í fyrsta skipti sem íslenskt orkufyrirtæki væri alfarið í erlendri eigu. En þar með eignaðist Magma virkjunina í Svartsengi sem og Reykjanesvirkjun og nýtingarrétt á allri orku sem kann að finnast á Reykjanesi næstu 45 árin að minnsta kosti. Hagnaðarvonin er mikil . Fyrir einkavæðingu var Hitaveita Suðurnesja í eigu sveitarfélaganna á svæðinu.
26.2.2010 | 23:53
Er Hafnarfjörður á leið í gjaldþrot?
Ný þriggja ára fjárhagsáætlun sem Samfylkingin í Hafnarfirði kynnti bæjarbúum nýverið sýnir glöggt alvarlega fjárhagsstöðu bæjarins. Í henni er greint frá 38 milljarða króna skuldum bæjarins og himinháum fjármagnskostnaði sem áætlaður er 3 milljarðar á næstu 3 árum, eða um milljarður á ári.
Milljarða blekking Samfylkingarinnar.
Hvað hafa þeir gert fyrir bæinn minn?
Hver er framtíð mín?
Því miður er það svo að áætlunin um fjármagnskostnað er í besta falli ókhyggja og í versta falli alvarleg tilraun til að blekkja bæjarbúa. Árið 2009 nam fjármagnskostnaður Hafnarfjarðarbæjar 2,9 milljörðum króna sem er næstum sama upphæð og áætlunin gerir ráð fyrir að greidd verði næstu þrjú árin. Því miður er líklegra er að fjármagnskostnaður á umræddu tímabili verði á bilinu 6 til 8 milljarðar króna. Þetta þýðir að í áætlun Samfylkingarinnar er 3-5 milljarða króna skekkja!.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar á að vera vel unnin og taka tillit til þeirra þátta og forsendna sem liggja fyrir þegar hún er gerð. Hún á líka að gefa glögga mynd af fjárhag næstu ára og vera stefnumarkandi.
Áætlunin jafngildir því að bærinn greiði 2,6% í vexti af lánum sínum og að fjármagnskostnaður lækki um 2/3 frá því sem bærinn greiddi síðastliðið ár. Það þarf engan fármálasérfræðing til að sjá að þetta reikningsdæmi gengur ekki upp.
Skoðum staðreyndir varðandi kjör á markaði þessa dagana. Skuldatryggingaálag ríkisins er um 5,15% sem gefur vísbendingu um að lánskjör í erlendri mynt fyrir sveitarfélagið verða að öllum líkindum aldrei lægri en 6% ofan á LIBOR vexti eða alls um 7% í dag. Óverðtryggðir vextir innanlands yrðu líklega aldrei lægri en 10-11% og verðtryggð kjör bæjarins gætu verið í kringum 6% auk verðbólgu. Það má samt ekki gleyma því að síðustu kjör sem bærinn fékk voru rúmlega 9% verðtryggt. Það er ansi langt frá þeim 2,6% sem gert er ráð fyrir í 3ja ára áætlun Samfylkingarinnar.
Hafnfirðingar eiga skilið staðreyndir um fjárhag Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarstjórinn, fjármálastjórinn og allir þeir sem vinna við áætlanagerð á vegum bæjarins eiga að leggja sig fram um að draga upp skýra mynd af fjárhagsstöðu bæjarins. Ekki síst í ljósi þess að bærinn þarf að endurfjármagna um 15 milljarða á næstu þremur árum. Þar af um 7,4 milljarða í haust.
Hvað segir þessi samantekt okkur? Hún sýnir að burt séð frá því hvernig fjármögnun verður fengin við endurfjármögnun þá verður hún að minnsta kosti um þrisvar sinnum dýrari en þriggja ára áætlunin gerir ráð fyrir. Þrisvar sinnum dýrari!! Þó er líklegra að hún verði fjórum sinnum dýrari. Það þýðir að vaxtagreiðslur bæjarins eru stórlega vanmetnar á næstu árum.
En hvað þýðir það fyrir okkur Hafnfirðinga? Tvöföldun í vaxtagreiðslum þýðir að um 20% af skatttekjum bæjarins færi í að greiða vexti á næstu árum. Það þýðir líka að bæjarsjóður verður rekin með áframhaldandi skuldasöfnun á næstu árum ef ekki verður skorið enn meira niður á móti. Tvöföldun í vaxtakostnaði samsvarar líka þeirri upphæð sem félagsþjónustun kostar á ári en ef hann þrefaldast þá samsvarar frávikið því sem fer í félagsþjónustuna og íþrótta- og æskulýðsmálin samanlagt.
Þetta er mjög alvarlegt mál og því miður enn eitt dæmið um slæma fjármálastjórn Samfylkingarinnar og villandi framsetningu reikninga og áætlana sem þeir vona að Hafnfirðingar sjái ekki fyrr en eftir
kosningar.
Valdimar Svavarsson Pressan
Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga skoðar enn fjárhagstöðu sex sveitarfélaga á landinu þar sem skuldir og skuldbindingar þykja vera úr hófi fram. Hafnarfjörður er í þessum hópi.
5.1.2010 | 22:58
Hatursíða stofnuð af Guðmundi Arnlaugsyni á facebook.
Ég vill biðja fólk um að hugsa sig vel um áður en það tekur þátt í þeim ljóta leik að rita nöfn sín þar undir hatur og fordómar eru ekki landinu til góðs né mönnum á þeim erfiðum tímum sem þjóðin stendur frami fyrir, látum ekki fordóma og hatur ná tökum á okkur og villa sýn vandamálin eru nóg fyrir, berjumst frekar fyrir sátt og samlindi öllum landsmönnum til heilla og þjóð.
10.9.2009 | 21:25
VG og Álfheiður Ingadóttir ásaka Sveitarstjórn Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps að vera þjófagengi.
VG og Álfheiður Ingadóttir ásaka Sveitarstjórn Flóahrepps um þjófnað.
Alvarlegar sakir er borið á sveitarstjórnarmenn Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Samgönguráðuneytið úrskurðaði að Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi verið heimilt að semja við Landsvirkjun um greiðslu kostnaðar vegna nefndarvinnu og skipulagsvinnu í tengslum við virkjanaáform Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár en nú eftir stjórnarskiptinn úrskurðaði Samgönguráðuneytið að Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi ekki verið heimilt að semja við Landsvirkjun og sá samningur sé ólögmætur.
Stærsti munurinn hér á er að þingmenn VG mega þiggja laun fyrir nefndarstörf í þinginu en aðrir ekki hér skilur að heiðarleiki þjófnaður og mútur. Nefndar störfin í þinginu er ekki mútur þegar þingmenn VG fá þau, eru aðrir flokkar í þinginu sama sinnis ? Hvað heitir það að að fá greidd nefndarlaun í þinginu? Ölmusa, eða laun fyrir þrælavinnu.
Öll dýr eru jafn rétt há fyrir lögum en önnur dýr eru rétthærri en önnu dýr.
13.8.2009 | 14:22
Mætum öll á samstöðufund á Austurvelli í dag frá kl. 17:00 - 18:00
Ég hvet því alla sem láta sig þetta stóra mál sig varða og ættu allir að gera það, að mæta á Austurvöll. Mikilvægt er að sýna fulltrúum erlendra fjölmiðla og öðrum ríkjum í alþjóðasamfélaginu að Íslendingar standa saman
Ræðumenn á fundinum verða Elínbjörg Magnúsdóttir fiskverkakona, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Andrés Magnússon læknir og Jóhannes Skúlason frá InDefence-hópnum.
Boðið verður upp á tónlistarflutning á staðnum. Þar eru á ferð KK, Jónas Þórir, sem spilar á píanó, Egill Ólafsson og fleiri.
Egill Ólafsson verður fundarstjóri.
Engin þörf er á pottum og sleifum.
Við hvetjum alþingi til þess að samþykkja ekki ríkisábyrgð miðað við núverandi Icesave samninga. Við erum ekki tilbúin að láta framtíð barna Íslands að veði.
Sýnum þingmönnum okkar, fulltrúum erlendra fjölmiðla og öðrum ríkjum í alþjóðasamfélaginu að Íslendingar standa saman. Við viljum sanngjarnan Icesave samning sem þjóðin getur staðið við.
Nokkur hundruð manns hafa staðfest komu sína hjá þessum tveim hópum í gegnum facebook samskiptasíðuna.
22.7.2009 | 02:06
Öryggi lögreglunar fyrir borð borinn.
51,1 milljón niðurskurðurinn er hjá lögreglunni og því verður ekki náð nema með niðurskurði á yfirvinnu og með því að segja starfsfólki upp.
Lögreglumönnum er stefnt í hættu vegna fámennis í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í sumum tilfellum eru þeir einir á bílum, jafnvel á næturvöktum um helgar sem er óviðeigandi
Lögreglubifreiðar á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru 5-7, en auk þess hafur deildin yfir nokkrum hjólum að ráða. Stundum er einn bíll til staðar frá lögreglunni og jafnvel tveir.
Lögreglumennirnir væru áhyggjufullir yfir því að vera einir í bíl þegar kemur að útköllum.
Aldrei hægt að vita hvernig sakleysislegustu útköll geti þróast, það óásættanlegt að lögreglumenn séu sendir einir á vettvang.
Það er niðurskurður á öllum sviðum. Þetta á líka við ríkislögreglustjóra sem rekur bílana.
Það er alls ekki hægt að tryggt fulla þjónustu með þessu áframhaldi og hvað þá eftir þann niðurskurð sem er boðaður.
Landsamband lögreglumanna geri sér fulla grein fyrir því að nú séu niðurskurðar tímar og það verða borgar þessa lands að gera sér grein fyrir niðskurðurinn kemur niður á störfum lögreglunar og öryggi okkar borgarana.
Vandinn er sá að það hefur verið að skera niður í fjöldamörg ár, þrátt fyrir uppgangstíma fyrir kreppu þá hafi framlag til lögreglunnar alltaf haldið sinni krónutölu. Á meðan breyttist verðlag og verðþróun og aldrei fékk embættið meira til umráða þó varðlag á þjónustu hækkaði..
Auka þarf framlög til lögreglunnar til að hún hafi viðráðanleg starfgrundvöll og geti sinnt sínum störfum sem við borgarinn viljum og við krefjumst ætið þess þegar við leitum til lögreglunar að hún geti sinnt þeim þörfum sem við biðjum um en sú þjónusta er nú háð því fjármagni sem hún hefur til umráða.
Starfgrundvöll lögreglunar hefur oft verið gagnrýndur í miðlum með ómálagalegum hætti sjaldan erum þeim þakkað fyrir vel unnu störf, samt eiga þeir alltaf að vera tilbúni að veita okkur aðstoð þegar við leitum til þeirra og tryggja öryggi okkar.
Á sama hættu verðum við borgara að krefjast þess að aukið verði fé til þessa málaflokks.
Þegar núverandi ríkisstjórn tók til vald var það eitt af forgangsefni hennar að veita meira fé til listarmanna launa og byggingu tónleikahús þó líti væri til skiptana svo fjarri eru stjórnmálamenn þörfum að halda uppi góðri löggæslu og lögum á Íslandi svo fjarri eru þeir að heiðra störf lögreglumanna svo fjari eru þeir að tryggja öryggi lögreglumanna svo fjarri eru þeir tryggja öryggi borgarana, við hljótum að krefjast þess aukið verð fé til þessa málaflokks.
Og störf lögreglunar verði trygggð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar